04.05.2020
Yndislega fallegt hjá þeim Má og Ivu.
Lagið sjálft var frumflutt á Bylgjunni kl. 13 í gær en myndbandið var gert opinbert kl. 17 í gær. Það var tekið upp á Garðskaga og í Sandvík. Hilmar Bragi Bárðarson annaðist kvikmyndagerð en Bojan Radojcic var listrænn stjórnandi.
„Við vonum að ykkur líki vel. Takk allir sem komu að verkefninu,“ segir Már Gunnarsson.
https://www.facebook.com/margunnarssonmusician/videos/169577347691370/