04.10.2020
Tilkynning frá Helgu Kristínu skólameistara FÍV
Nú er búið að setja á neyðarstig almannavarna í landinu og sóttvarnaraðgerðir í framhaldsskólum hafa verið hertar.
Á morgun, mánudag, færast kennslustundir í bóknámi sem áttu að vera upp í skóla yfir á Teams.
Nemendur sem stunda nám á starfsbraut og nemendur sem eru í verklegum áföngum mæta samkvæmt nánari fyrirmælum kennara.
Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með á Innu.