Kótilettukvöldið verður haldið fimmtudaginn 11. nóvember og opnar húsið kl. 19:00 en borðhald byrjar 19:30. Veislustjóri er Snorri Jónsson og hefur hann stjórnað veislunni frá byrjun. Það kostar aðeins 4.500 kr. í þessa veislu og í leiðinni lætur þú einnig gott af þér leiða. En sama verð hefur verið frá upphafi.
Fyrsta kótilettukvöldið var haldið 2014 en þá mættu 64. Í ár er þetta sjöunda skiptið sem kótilettukvöldið er haldið. Síðast var þetta haldið 2019 og mættu þá 286.
Kótilettufélagar hafa styrkt hin ýmsu samtök í bænum. Kvenfélagið Líkn, Styrktarsjóð 7 félagssamtaka í bænum fyrir jólin, Alzheimersamtökin, Hollvinasamtök Hraunbúða, Krabbavörn Vestmannaeyja og síðast voru það Gleðigjafarnir. Í ár eru það Krabbavörn Vestmannaeyja sem að fær styrkinn en stjórn Krabbavarnar ætlar að mæta og vera við framreiðslustörf. En allur ágóði eftir kostnað fer til þeirra.
Þeir sem vilja tryggja sér pláss geta lagt inn á reikning:
0185 – 05 – 001957 kt. 140157-5979 fyrir 8.nóvember og svo bara mæta!