Þriðjudagur 5. desember 2023

Mælt fyrir frumvarpi um smásölu smærri brugghúsa

Dómsmálaráðherra mælti fyrir breytingu á áfengislögum á Alþingi í gær

Breytingar á lögunum fela í sér að smærri brugghúsum verði gert kleift að selja áfent öl í smálsölu á framleiðslustað að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Undanfarinn áratug hefur smærri brugghúsum, svonefndum handverksbrugghúsum, fjölgað mikið um allt land. Handverksbrugghús eru brugghús sem eru í eðli sínu smá og leggja áherslu á minni framleiðslu, gæði og sjálfstæði. Árið 2018 voru stofnuð Samtök íslenskra handverksbrugghúsa og eru á þriðja tug smærri brugghúsa meðlimir í samtökunum.

Samhliða fjölgun innlendra brugghúsa hefur eftirspurn og áhugi almennings á innlendri áfengisframleiðslu aukist. Endurspeglast það meðal annars í umtalsverðri fjölgun á íslenskum áfengisafurðum, þá sérstaklega áfengu öli. Með frumvarpinu er leitast við að styðja við áframhaldandi vöxt og þróun á rekstrarumhverfi smærri brugghúsa á Íslandi.

Ekki er talið að þessi breyting muni hafa teljandi áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að breytingin feli í sér fjölgun á áfengisútsölustöðum.

Greint er frá þessu á vef Dómsmálaráðuneytisins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is