Stefnt verður að því að mæla dýpið í Landeyjahöfn í fyrramálið um leið og færi gefst, því siglir Herjólfur III til Þorlákshafnar amk fyrri ferð morgundagsins 13.nóvember.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl: 07:00
Brottför frá Þorlákshöfn kl: 10:45
Þeir farþegar sem áttu bókað þessar tímasetningar til/frá Landeyjahöfn hafa verið færðir sjálfkrafa milli hafna.
Ef farþegar eiga farartæki í Landeyjahöfn, þarf að láta vita af sér í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum svo við getum útvegað skutl milli hafna.
Hvað varðar siglingar seinni part morgundagsins, þá gefum við út tilkynningu eftir hádegi á morgun.
Greint er frá þessu inn á herjolfur.is