03.08.2020
Þorsteinn Sigurðsson hugsar bara í lausnum – planið var að skella sér í tjörnina í dalnum og rifja upp 25 ára gamalt uppátæki, en nei nei það var víst bannað í ár. Þá var bara að hafa plan B og rölta niður á Stakkó og skella sér í stakkótjörnina.
Eða eins og hann segir sjálfur: Það skal engin banna mér að fara í tjörnina eða inn í dal… ég fer bara hér. 25 ár síðan ég fór í tjörnina þá fer maður bara hér í staðin.. vúhúúvhúú..