Laugardagur 13. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Madison Wolfbauer til liðs við ÍBV

ÍBV hefur samið við bandarísku knattspyrnukonuna Madison Wolfbauer um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Madison er 22 ára gamall sóknarmaður sem lék í næst efstu deild Frakklands fyrr á árinu.

Madison lék með knattspyrnuliði Bowling Green háskólans um nokkurra ára skeið og var valin sóknarmaður ársins í Mið-Ameríkudeildinni í fyrra.

Nú hefur hún flutt til Vestmannaeyja og er klár að hefja leik með liðinu í Bestu deildinni, ÍBV er í 4. sæti deildarinnar og hefur fengið 17 stig eftir 10 leiki.

Sydney Carr meiddist í upphafi tímabils en henni tókst einungis að leika um sex mínútur með ÍBV áður en meiðsli settu strik í reikninginn.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is