Píratar stefna að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra er mætt óháð búsetu.
Við hugsum til framtíðar og viljum tryggja öllum tækifæri, þar sem skapandi lausnir ráða.
för í opnu, stafrænu og lýðræðislegu samfélagi.
Nýsköpun í héraði er fjárfesting í framtíð byggðar um allt land.
Við erum með nýsköpunarstefnu í 20 liðum og framsækna menntastefnu sem byggir á námsstyrkjum. Við viljum störf án staðsetningar, einnig nám, nýsköpun, rannsóknir og þróun lóðbeint í hérað.
1. VELSÆLDARSAMFÉLAGIÐ
Píratar stefna að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra er mætt. Við viljum hugsa til framtíðar og tryggja jöfn tækifæri í sjálfvirknivæddu samfélagi, þar sem skapandi lausnir ráða för í opnu, stafrænu og lýðræðislegu samfélagi.
Framtíðarsýn Pírata hvílír á:
- Nýsköpunarstefnu í 20 liðum
- Framsæknu menntakerfi sembyggir á námsstyrkjum
- Markvissri fækkun skerðingaþangað til þær hverfa endanlega
- Nýjum tón í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður
- Gjaldfrjálsri heilbrigðis- oggeðheilbrigðisþjónustu
- Skaðaminnkun, afglæpa-væðingu og forvörnum í vímu-efnamálum
- Uppstokun og uppbyggingu áhúsnæðismarkaði
2. NÝJA STJÓRNARSKRÁIN
Píratar ætla að efna loforðið um að íslenska þjóðin fái nýja stjórnarskrá.
- Ný stjórnarskrá á grundvelli vinnustjórnlagaráðs
- Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliðaþarnæstu kosningum
- Forsendan fyrirríkisstjórnarsamstarfi
3. UMHVERFIS- OG LOFTLAGSHUGSUN
Staðan í loftslagsmálum kallar á róttækar breytingar og Píratar ætla að svara því kalli.
- Draga úr losungróðurhúsalofttegunda um 70%
- Kolefnishlutleysi árið 2035
- Ábyrgðin færð á stjórnvöld ogmengandi stórfyrirtæki
- Jákvæðir hvatar til að flýtagrænvæðingunni
- Orku forgangsraðað í þágusmærri notenda
4. VIRKAR VARNIR GEGN SPILLINGU
Spilling kostar samfélagið okkar háarfjárhæðir á hverju ári.
- Efling eftirlitsstofnana oglagaumhverfis
- Endurskoðun á starfsumhverfifjölmiðla
- Aukin vernd fyrir uppljóstrara
- Rannsóknir á fjárfestingaleiðSeðlabankans og spillingu í sjávarútvegi
5. RÓTTÆKAR BREYTINGAR Í SJÁVARÚTVEGI
Píratar líta á sjávarauðlindina sem sameiginlega og ævarandi eigníslensku þjóðarinnar.
- Eign þjóðarinnar á auðlindinnistaðfest í stjórnarskrá
- Uppboð á aflaheimildum ogfrjálsar handfæraveiðar
- Allur afli í gegnum innlendanmarkað og verðlagsstofaskiptaverðs lögð niður
- Refsivert að láta sjómenn takaþátt í kaupum eða leigu útgerða á aflaheimildum.
6. EFNAHAGSKERFI 21. ALDARINNAR
Píratar tala fyrir nýrri hugmyndafræði íefnahagsmálum. Hugmyndafræði semvefur saman samfélag og náttúruþannig að hagkerfið taki tillit til fleiriþátta en þeirra sem eru með verðmiða.
- Ný mælitæki í stað þess aðeinblína á hagvöxt
- Mengandi og auðugir berabyrðarnar
- Öll opinber útgjöld endurskoðuð
- Hærri persónuafsláttur og dregiðúr skerðingum