Lundapysjum sleppt eftir sjö mánaða umönnun – myndband og myndir

Tígull fylgdist með því í gær þegar starfsfólk Sea life trust frelsuðu 11 lundapysjur og 2 fullorðna lunda

Fullorðnu lundarnir voru frelsinu fegnir og létu sig hverfa fljótt en aftur á móti lundapysjurnar voru ekkert á því að fara. Þær fóru meir að segja bara aftur inn í búrið eftir að var bókstaflega búið að hrista þær úr búrinu.

Svo lengi vel eltu þær fólkið sem var að reyna að láta þær fljúga út á haf. Á endanum brugu þau á það ráð að rölta niður að brún þar sem fuglarnir sáu vel hafið og þá fóru þeir að tínast ein og ein út á haf og að lokum fóru allan nema þrjár sem bara neituðu að yfirgefa fólkið sitt. Og voru þessar þrjár þá teknar heima aftur og veður reynt síðar að sleppa þeim.

Þessar pysjur komu inn til Sea life í september í fyrra þegar þær voru bara pínu litlar, sumar slasaðar, sumar með of mikin dún á sér en þá sökkva þær bara, og sumar olíubornar. Þegar þær voru svo tilbúnar til að fara út þá var „glugginn“ búin til að sleppa þeim, svo Sea life varð að hugsa um þær þar til nú en áætlar er að um  427 klukkutímar fari í að bjarga olíublautri pysju.

Núna næsta september ætla þau sem standa að pysjueftirlitinu að fá bæjaryfirvöld til þess að prófa að kveikja á ljósum við malarvöllinn,Eldheimum og við golfvöllinn og minnka ljósmagn neðan til í bænum til að reyna að lokka pysjurnar frá höfninni lengra upp í bæ til þess vonandi að fá færri pysjur á hafnarsvæðið.

Hér má sjá myndband frá því í gær þegar við fylgdumst með pysjunum skoða sig um.

Lundapysjurnar að telja í sig kjark hér til að fara út í heiminn

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search