Miðvikudagur 6. desember 2023

Lúðrasveit Vestmannaeyja með hátíðartónleika í Hvítasunnukirkjunni

Það verður blásið af meiri krafti en oft áður á árlegum styktartónleikum Lúðrasveitar Vestmannaeyja í stóra salnum í Hvítasunnukirkjunni kl. 16:00 í dag. Eru þetta sérstakir hátíðartónleikar og tilefnið er 80 ára afmæli sveitarinnar.
Saga Lúðrasveitarinnar nær allt aftur til upphafs síðustu aldar og hefur starfað í einhverri mynd að mestu óslitið síðan. Naut þessi fyrsta lúðrasveit mikilla vinsælda og spilaði á flestum útisamkomum, svo sem á Þjóðhátíð, og við önnur hátíðleg tækifæri.
Jarl Sigurgeirsson, sem nú stjórnar sveitinni er í hópi öflugra stjórnenda sveitarinnar. Meðal þeirra eru Hallgrímur Þorsteinsson, Marteinn H. Friðriksson, Oddgeir Kristjánsson, Hjálmar Guðnason og Stefán Sigurjónsson.
LV leitar víða fanga í tónlistinni og er þekkt fyrir kraft og líflegan tónlistarflutning. Það má því búast við miklu fjöri á afmælistónleikunum í dag kl. 16:00.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is