Fyrsti leikurinn, þar sem áhorfendur verða leyfðir eftir langt bann verður í dag kl 13:30 húsið opnar 45 mínútum fyrir leik (12:45)
Biður stjórn ÍBV fólk að sýna biðlund við innkomu og virða fjarlægðartakmörk í andyri.
Strákarnir okkar fá ÍR-inga í heimsókn í dag og hefst leikurinn klukkan 13:30! Leikurinn verður í beinni útsendingu á ÍBV TV: https://www.youtube.com/channel/UCNvFnGI7wUSMkjVbCbU8D0w
ATH, lesist vel!
Þetta er fyrsti leikurinn, þar sem áhorfendur verða leyfðir eftir langt bann. Við opnum salinn 45 mínútum fyrir leik (12:45) og biðjum fólk að sýna biðlund við innkomu og virða fjarlægðartakmörk í andyri.
Krókódílar fá að sjálfsögðu frían aðgang að leiknum!
Það eru ákveðnar reglur og skilyrði sem eru sett sem þarf að framfylgja til þess að fá leyfi fyrir áhorfendum á leikjum. Það er því mikilvægt að koma eftirfarandi til skila og fyrir fólk að hafa í huga. LESIST VEL:
• ALLIR áhorfendur þurfa að bera andlitsgrímu, óháð aldri eða hvort viðkomandi hefur mótefni eða ekki
• Allir áhorfendur þurfa að sitja í sætum sínum á meðan þeir eru í salnum, óþarfa ráp er ekki æskilegt (m.a. börn)
• Áhorfendur skulu passa að halda a.m.k. 1 meters fjarlægð frá öðrum áhorfendum, nema þegar um tengda aðila er að ræða.
• Við komu á leikstað þurfa starfsmenn leiksins að skrá hjá sér nafn, kennitölu og símanúmer allra áhorfenda
• Börn skulu vera í fylgd með fullorðnum á leikjum
• Sjoppan verður ekki opin og engin barnapössun
Við erum ótrúlega spennt að fá ykkur loksins á leiki hjá liðunum okkar, enda hefur stuðningur við liðin verið talinn einn sá allra besti sem sést hefur hér á landi og þannig ætlum við að hafa það áfram!
ÁFRAM ÍBV
Alltaf, alls staðar!