Loksins, loksins, sjóhundur á Bókasafni

Starfsfólk bókasafnsins í Vestmannaeyjum eru svo miklir snillingar, þau finna til ýmis þema hverju sinni sem við á í samfélaginu.

Nú er það Loðnan:

Loksins, loksins, var sagt um bók eina eftir Nóbelsskáldið og nú segjum við hið sama um loðnuna. 

Í tilefni af komu hennar í tonnatali til Eyja höfum við dregið fram allskyns bækur sem hafa hafið og sjómennskuna að viðfangsefni. Bækurnar eru eins ólíkar og mögulegt er, sumar fjalla um átök við hafið, aðrar eru ótrúlegar heimildir um lífið við sjóinn og lífið af sjónum á fyrri tíð, barátta sem alltof oft endaði með ósigri. Fræðibækur eru hér í bland við ástarsögur og hetjusögur.

Á Bókasafninu er verið að taka saman sérstakt sjávarbókasafn sem ætlunin er að innihaldi allar bækur á íslensku þar sem sjórinn er viðfangsefni eða vettvangur atburða og vonumst við til að sú safndeild verði tilbúin innan tveggja ára.

Það eru allir hjartanlega velkomnir á Bókasafnið og endilega lítið á áhersluhillurnar okkar og hvað þær hafa upp á að bjóða.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is