Fimmtudagur 21. september 2023
Safnahús

Loksins – Loksins – Lokastef Safnahelgar á sunnudaginn

Um helgina má segja að sé lokadagur Safnahelgar sem hófst þann 9. nóvember sl. og átti að  ná yfir tvær helgar en stundum eru náttúruöflin að stríða okkur Eyjafólki. Ekki alltaf byr þegar von er á  gestum eða að við ætlum að bregða undir okkur betri fætinum. Sú var einmitt reyndin laugardaginn 9. nóvember þegar við áttum von á góðum gestum af fastalandinu. Það gerði snarvitlaust veður og fólkið komst hvorki lönd né strönd. 

Þau tóku strax vel í að fresta för og ætla að mæta á sunnudaginn. Það eru þau Bjarni Harðarson, rithöfundur og bókaútgefandi, Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur og Guðrún Bergmann sem ætlar að fræða konur og kannski karla líka um leiðir til bættrar heilsu.

Allt hefst þetta kl: 12.00 á sunnudaginn í Einarsstofu, Safnahúsi með súpu boði Söguseturs 1627. Á eftir, kl: 12:30 í Einarsstofu skrifar Bjarni Harðarson undir samning við Sögusetur 1627 um útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Eyjasundsbikarinn.

Að því loknu, kl. 13.00 kynnir Bjarni nýjar bækur nýjar bækur hjá Sæmundarútgáfunni og hann og Guðjón Ragnar Jónasson lesa úr nýjum bókum sínum.

Það verður svo  kl. 14:30 á sama stað sem Guðrún Bergmann fjallar um nokkrar einfaldar leiðir til að bæta heilsuna og kynnir nýjustu bók sína BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri.+

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is