Eyþór Harðar

Eyþór leiðir lista Sjálfstæðismanna í Eyjum

Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sem fram fór í dag, laugardaginn 26. mars, liggja nú fyrir.
Er kjörfundi lauk voru 1531 á kjörskrá og voru 927 þeirra sem greiddu atkvæð. 889 þeirra voru gild og 38 auð eða ógild.

Kosið var um efstu átta sæti framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí nk. Í þau raðaðist sem hér segir:
1. Eyþór Harðarson með 597 atkvæði í 1. sæti
2. Hildur Sólveig Sigurðardóttir með 475 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Gísli Stefánsson með 385 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Margrét Rós Ingólfsdóttir með 446 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Rut Haraldsdóttir með 693 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Sæunn Magnúsdóttir með 519 atkvæði í 1.-6. sæti
7. Óskar Jósúason með 441 atkvæði í 1.-7. sæti
8. Halla Björk Hallgrímsdóttir með 425 atkvæði í 1.-8. sæti

Þetta er í fyrsta skipti í 32 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum heldur prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar og er kjörnefnd í skýjunum með hvernig til tókst.

Nánari sundurliðun atkvæða má sjá hér.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search