Lokahóf yngri flokka í fótbolta 2021

Lokahóf 3.-5. flokks fór fram í gær í blíðskaparveðri, en áður höfðu farið fram lokahóf 6. og 7. flokks. Fótboltasumarið gekk mjög vel þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi meiri hluta sumarsins. Iðkendur tóku þátt í Íslandsmótum og hinum ýmsu opnu mótum þar sem allir fengu verkefni við hæfi og gleðin var ríkjandi. Stúlkurnar í 4. og 5. flokk komust í undanúrslit í Íslandsmóti, sem verður að teljast mjög góður árangur, að vera meðal fjögurra bestu liða á landinu.

ÍBV þakkar iðkendum fyrir að vera í framlínunni fyrir félagið, framundan er kærkomið frí fyrir bæði þjálfara og iðkendur. Æfingar hefjast aftur 20. október.

Eftirtaldir iðkendur fengu afhentar viðurkenningar í gær:

 

3. flokkur kvenna

Besti leikmaðurinn: Berta Sigursteinsdóttir

Framfarir: Rakel Perla Gústafsdóttir

 

3. flokkur karla:

Besti leikmaðurinn: Viggó Valgeirsson

Framfarir: Jón Ingi Elísson

 

4. flokkur kvenna:

ÍBV-ari: Birna Dís Sigurðardóttir

ÍBV-ari: Erna Sólveig Davíðsdóttir

Efnilegust: Elísabet Rut Sigurjónsdóttir

Framfarir: Agnes Lilja Styrmisdóttir

 

4. flokkur karla:

ÍBV-ari, eldra ár: Andri Erlingsson

ÍBV-ari, yngra ár: Anton Frans Sigurðsson

Efnilegastur, eldra ár: Kristján Logi Jónsson

Efnilegastur, yngra ár: Gabríel Snær Gunnarsson

Framfarir, eldra ár: Haukur Leó Magnússon

Framfarir, yngra ár: Ástþór Hafdísarson

 

5. flokkur kvenna:

ÍBV-ari: Tanja Harðardóttir

ÍBV-ari: Edda Dögg Sindradóttir

Framfarir: Petra Metta Kristjánsdóttir

Framfarir: Sóldís Sif Kjartansdóttir

Ástundun: Inda Marý Kristjánsdóttir

Ástundun: Ísey María Örvarsdóttir

 

5. flokkur karla:

ÍBV-ari, eldra ár: Erlendur Gunnlaugsson

ÍBV-ari, yngra ár: Aron Sindrason

Framfarir, eldra ár: Atli Sindrason

Framfarir, yngra ár: Aron Gunnar Einarsson

Ástundun, eldra ár: Tómas Sveinsson

Ástundun, yngra ár: Arnór Sigmarsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is