Lokahóf handboltans var á föstudagskvöldið

08.06.2020

Það var líf og fjör á föstudagskvöldið þegar handknattleiksdeild ÍBV hélt lokahóf meistaraflokka, og 3. flokka karla og kvenna.

Dagskrá kvöldsins var með nokkuð hefðbundnum hætti þar sem má nefna ræður Þórs Vilhjálmssonar formanns ÍBV íþróttafélags og Davíðs Þórs Óskarssonar formanns handknattleiksdeildar, verðlaunaafhendingu, heiðrun leikmanna og skemmtiatriði.

3 leikmenn karlaliðsins hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna og voru þeir heiðraðir á hófinu, þeir eru:
Grétar Þór Eyþórsson
Magnús Stefánsson
Sigurbergur Sveinsson

Í öllum flokkum voru veitt 4 verðlaun fyrir keppnistímabilið 2019-20 en það voru verðlaun fyrir fyrir mestu framfarir, efnilegasta leikmann, ÍBV-ara og besta leikmann. Verðlaunahafar voru eftirfarandi:

3.flokkur kvenna:
Mestu framfarir – Birta Líf Agnarsdóttir
ÍBV-ari – Erika Ýr Ómarsdóttir
Efnilegasti leikmaður – Aníta Björk Valgeirsdóttir
Besti leikmaður – Aðalheiður Stella Sæmundsdóttir

3.flokkur karla:
Mestu framfarir – Sæþór Páll Jónsson
ÍBV-ari – Gunnlaugur Hróðmar Tórshamar
Efnilegasti leikmaður – Gauti Gunnarsson
Besti leikmaður – Arnór Viðarsson

Meistaraflokkur karla:
Mestu framfarir – Arnór Viðarsson
ÍBV-ari – Elliði Snær Viðarsson
Efnilegasti leikmaður (Fréttabikarinn) – Arnór Viðarsson
Besti leikmaður – Kristján Örn Kristjánsson (Donni)

Meistaraflokkur kvenna:
Mestu framfarir – Ásta Björt Júlíusdóttir
ÍBV-ari – Ester Óskarsdóttir
Efnilegasti leikmaður (Fréttabikarinn) – Bríet Ómarsdóttir
Besti leikmaður – Sunna Jónsdóttir

Við hjá handknattleiksdeildinni viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir veturinn og hlökkum til haustsins og þeirra ævintýra sem bíða okkar.

Hérna er hlekkur inn á frétta á heimasíðu félagsins, þar sem má sjá fleiri myndir frá hófinu: http://ibvsport.is/…/20…/lokahof-handknattleiksdeildar-2020/

Greint er frá þessu á facebooksíðu handboltans.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search