Lokadegi Íslandsmótsins frestað vegna veðurs – Uppfært: hefst kl. 15

Loka­degi Íslands­móts­ins í golfi, sem fer nú fram í Vest­manna­eyj­um, hefur verið frestað vegna veðurs. Keppni hófst klukk­an 6 í morg­un og eru marg­ir kepp­end­ur langt komn­ir með loka­hring­inn.

Gul viðvör­un vegna veðurs er nú í gildi á Suður­landi og í Faxa­flóa og verður þangað til klukk­an 15 í dag, að öllu óbreyttu. Hvass­ast á að vera við suður­strönd­ina, frá Vest­manna­eyj­um og að Reykja­nesi.

Samkvæmt Veður­stof­u Íslands á að draga talsvert úr vindinum upp úr klukk­an þrjú.

Vallarmet jöfnuð í gær
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, var efst þriðja keppnisdaginn í röð í kvennaflokknum en hún lék á höggi undir pari vallar í gær, 69 högg. Samtals er Perla á höggi undir pari og þar á eftir kemur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem lék sinn besta hring fram til þessa í mótinu, 67 högg eða -3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er þriðja á +9. Hulda Clara Gestsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari úr GKG, jafnaði vallarmetið af bláum teigum, 65 högg. Anna Sólveig Snorradóttir, GK, lék á sama skori árið 2018 á Íslandsmótinu í golfi í Eyjum.

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 209 högg (70-70-69) (-1)
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 210 högg (74-69-67) (par)
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 219 högg (76-71-72)(+9)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 221 högg (73-75-73) (+11)
5.-6. Saga Traustadóttir, GKG 222 högg (78-76-68) (+12)
5.-6. Berglind Björnsdóttir, GR 146 högg (75-71-76) (+12)

Kristján Þór Einarsson, GM, er efstur eftir þriðja keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar. Kristján Þór, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á Vestmannaeyjavelli árið 2008, er með tveggja högga forskot á Sigurð Bjark Blumenstein, GR, og Kristófer Orra Þórðarson, GKG.

Sigurður Bjarki jafnaði vallarmetið í gær þegar hann lék á 62 höggum eða 8 höggum undir pari vallar og fór hann upp um 24 sæti í dag. Haraldur Franklín Magnús, GR, deilir vallarmetinu með Sigurði.

1. Kristján Þór Einarsson, GM 204 högg (70-70-64) (-6)
2. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 206 högg (75-69-62) (-4)
3. Kristófer Orri Þórðarson, GKG, 206 högg (66-71-69) (-4)
4.-6. Kristófer Karl Karlsson, GM 207 högg (72-69-66) (-3)
4.-6. Böðvar Bragi Pálsson, GR 207 högg (68-69-70) (-3)
4.-6. Birgir Guðjónsson, GE 207 högg (71-64-72) (-3)

 

Uppfært kl. 13.00

Stefnt er að því að hefja leik á ný kl. 15 í dag og bein útsending á RÚV hefst á svipuðum tíma.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search