15.03.2020
Vegna COVID-19 faraldursins mun lögreglustöðin í Vestmannaeyjum verða lokuð öðrum en starfsmönnum lögreglu um takmarkaðan tíma. Lögreglan sinnir að sjálfsögðu öllum verkefnum sem koma upp en með þessu er leitast við að koma í veg fyrir að smit berist inn á lögreglustöð.
Það er því rétt að benda fólki á eftirfarandi ef þörf er á aðstoð lögreglu.
Ef um neyðarástand er að ræða skal hringja í 112.
Þegar ekki er um neyðarástand að ræða en þörf er á aðstoð lögreglu til að leggja fram kæru eða tilkynna um afbrot er hægt að hafa samband við lögreglu með eftirfarandi hætti:
Hringja í síma 444 2090
Í tölvupóstfangið: vestmannaeyjar@logreglan.is
Í gegnum facebooksíðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Í gegnum heimasíðu lögreglunnar logreglan.is en þar er hægt að tilkynna um minniháttar afbrot t.d: eignaspjöll, árekstur og afstungu, minniháttar þjófnaði til dæmis á farsímum og reiðhjólum, týnd og stolin verðmæti ofl.
Öllum erindum verður svarað eins skjótt og kostur er.
Ef nauðsyn er að taka á móti fólki á lögreglustöð þá leiðbeinir lögregla með hvernig því verði háttað.