Loka í Reykja­vík um næstu mánaðamót

27.10.2020

Rekstr­araðilar GOTT í Reykja­vík hafa ákveðið að loka dyr­un­um frá og með næstu mánaðamót­um. Staður­inn hef­ur notið mik­illa vin­sælda meðal borg­ar­búa en GOTT í Vest­manna­eyj­um verður áfram op­inn.

Að sögn rekstr­araðila bjóða aðstæður í þjóðfé­lag­inu ekki upp á annað eins og staðan er. „Það hef­ur auðvitað orðið al­gjör for­sendu­brest­ur,“ seg­ir Klara Óskars­dótt­ir, rekstr­ar­stjóri GOTT í Reykja­vík og einn eig­enda. „Við erum staðsett inni á Icelanda­ir Konsúlat-hót­el­inu sem er lokað og verður að minnsta kosti fram á næsta vor. Það flæk­ir mál­in tölu­vert þar sem rekstr­ar­kostnaður okk­ar eykst um­tals­vert við að vera ein með starf­semi í hús­inu en það hef­ur löng­um verið stefna GOTT að vera með litla álagn­ingu á mat og drykk. Þetta er því tölu­vert snúið og við met­um það svo að þetta sé það skyn­sam­leg­asta í stöðunni. Hvað við ger­um næst kem­ur í ljós en aðdá­end­ur GOTT þurfa ekki að ör­vænta því staður­inn í Vest­manna­eyj­um er ennþá op­inn og alltaf jafn vin­sæll,“ seg­ir Klara.

„Við ákváðum að til­kynna þetta fyr­ir­fram þannig að okk­ar tryggu kúnn­ar hefðu tök á að næla sér í síðustu kvöld­máltíðina áður en við skell­um í lás. Það hafa all­ir full­an skiln­ing á þess­ari ákvörðun okk­ar en við vild­um ekki steypa okk­ur í skuld­ir til þess eins að lifa vet­ur­inn af. Þetta var ákvörðun sem var erfið en það eina sem okk­ur þótti boðleg.“

GOTT Reykja­vík verður sem fyrr seg­ir opið til mánaðamóta en verður þá lokað. Ekki er ljóst hvert fram­haldið verður og mun það vænt­an­lega ráðast á næstu mánuðum hvort for­send­ur séu fyr­ir því að opna á ný.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search