22.05.2020
Um er að ræða almenn skrifstofustörf hjá embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum.
Störfin flokkast sem almenn skrifstofustörf en fela einnig í sér létta umsjón með starfsstöðinni og skipulagi innan stofnunarinnar.
Í störfunum felst að endurskipuleggja skjalageymslur embættisins og undirbúa sendingar gagna á þjóðskjalasafn. Einnig skipulag og lagfæringar á munageymslum embættisins auk annarra léttra umsjónarverkefna með starfsstöðinni.
Vinnumálastofnun auglýsir störfin og verður opnað fyrir umsóknir á heimasíðu Vinnumálastofnunar 26. maí 2020. Störfin eru ætluð námsmönnum, 18 ára eða eldri, sem eru á milli anna, þ.e. eru að koma úr námi og eru skráðir í nám í haust.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri.
Greint er frá þessu á facebooksíðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum.