Þriðjudagur 27. september 2022

Lögreglan minnir ökumenn á að setja sumardekkin undir – annars 80.000kr sekt

Í færslu á facebooksíðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum er góð áminning til ökutækja eigenda. 

Alls 80.000 kr sekt ef þú ert með naglana undir.

Ágætu Eyjamenn.

Eins og allir eigendur ökutækja vita þá er nagladekkjatímabilið frá 1. nóvember til 15. apríl og því eiga öll ökutæki að vera komin á sumardekkin sín.

Lögregluyfirvöld hafa verið mjög umburðalynd gagnvart notkunn nagladekkja á vorin og í byrjun sumars vegna síbreytileikans í veðurfari okkar.

Nú vill lögreglan láta ökumenn og eigendur ökutækja vita af því að á allra næstum dögum verða þeir sektaðir sem enn aka um á negldum dekkjum hér í Eyjum.
Tuttugu þúsund krónur er í sekt fyrir hvert nagladekk sem er undir bifreiðinni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is