Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur Eyjamenn og gesti þeirra til að skerpa á einstaklingsbundnum sýkingavörnum vegna COVID-19

29.07.2020

Tilkynning frá lögreglu:

Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur Eyjamenn og gesti þeirra til að skerpa á einstaklingsbundnum sýkingavörnum vegna COVID-19, núna þegar innanlandssmitum fer fjölgandi.

Í því felst að fara eftir samfélagssáttmálanum og huga vel að hreinlæti, handþvotti og sprittun.

Þá er rétt að minna á að halda fjarlægð eins og kostur er og að forðast mannmarga staði.
Þeir sem eru veikir eða eru með flensueinkenni er bent á að halda sig heima en það er lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar.
Þeir sem hafa einkenni og þurfa sýnatöku er bent á að hafa samband við heilsugæsluna á dagvinnutíma en hringja í 1700 eftir klukkan 16.00 á daginn og um helgar.

Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru besta vörnin til að koma í veg fyrir að veiran nái aftur útbreiðslu í samfélaginu.
Rétt er að benda á að fólk sem er smitað getur verið einkennalaust og því er áríðandi að halda fjarlægð og forðast snertingu eins og hægt er.
Við berum öll ábyrgð á því að verja okkur og með því verjum við okkar viðkvæmasta fólk.
Við erum öll almannavarnir.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is