Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Lögreglan biðlar til foreldra ungra ökumanna að taka samtalið við börn sín

Á facebooksíðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum er greint frá því að fyrr í haust birti lögreglan færslu á facebooksíðu um ökuhraða og almennar hraðatakmarkanir.

Lögregla hefur síðustu daga og vikur haft sérstakt eftirlit með hraðakstri og nú í vikunni stöðvaði lögregla akstur tveggja ökumanna er höfðu verið í einhvers konar kappakstri. Sá sem hraðar ók mældist á 122 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. Ökumaðurinn hefur nú verið sviptur ökuréttindum auk þess sem hann þarf að greiða kr. 130.000 í sekt. Þá þarf viðkomandi jafnframt að sækja sérstakt námskeið áður en hann getur öðlast ökuréttindi sín á ný að sviptingartíma loknum.

Ökumanni hinnar bifreiðarinnar hefur einnig verið gerð sekt fyrir athæfið. Báðir þessir ökumenn eru ungir að árum og lítt reyndir ökumenn. Það þarf ekki að fjölyrða um þá hættu sem skapast við hraðakstur af þessu tagi.

Við biðlum sérstaklega til foreldra ungra ökumanna að taka samtalið við börn sín um mikilvægi þess að virða ökuhraða og gæta varúðar í umferðinni. Hraðakstur er dauðans alvara og á ekkert erindi á götum bæjarins.

Lögreglan mun halda áfram öflugu hraðaeftirliti á næstunni en aðeins með samstilltu átaki okkar allra verður öryggi okkar í umferðinni tryggt segir að lokum í færslunni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search