Miðvikudagur 6. desember 2023

Lognið á undan storminum í dag

Það blés vel á okkur í gær og það mun blása enn betur á morgun en jú gott að fá pásu í dag samt sem áður. Jólamarkaður upp í Höll í gangi, Lúðrasveit Vestmannaeyja að halda upp á 80 ára afmæli í Hvítasunnukirkjunni í dag, Hvíta Húsið með opið fyrir almenning til að skoða listina hjá sér við mælum með því að kíkja á það, já bara eins og á allt það sem er í boði, svo er hægt að skemmta sér með að horfa á árganamót í fótbolta í Herjólfshöllinni.

En á morgun sunnudag verður suðaustan 18-23 m/s og rigning. Mögulega varasamir sviptivindar í efri byggðum og við háar byggingar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Hugleiðingar veðurfræðings

Nú er hver gul viðvörunin á fætur annarri að renna út, en það dregur hratt úr vindinum með morgninum. Í dag stefnir í suðaustlæga átt og rigningu um landið S-vert, en þurrt fyrir norðan. Það er stutt stund á milli lægða en á morgun kemur önnur og öflugri lægð og er útlit fyrir suðaustan storm eða rok um allt land, fyrst um landið SV-vert, og víða hellirigning sunnan heiða. Það telst mjög líklegt að þetta veður raski samgöngum allvíða, en það byrjar ekki að draga úr vindinum fyrr en annað kvöld og þá fyrst SV-lands.
Dregur úr vindi eftir helgi og kólnar um allt land. Snýst í norðanátt um miðja vikuna.
Spá gerð: 09.11.2019 06:46. Gildir til: 10.11.2019 00:00.

Veður upplýsingar teknar frá vedur.is

skjáskot tekið af vedur.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is