03.06.2020
Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari opnaði í dag ljósmyndasýningu sína í Vigtinni Bakhúsi. Þema sýningarinnar er hafnarsvæðið, sjómennskan og sjórinn.
Hann segir að allar myndirnar séu prentaðar á striga hjá Prentsmiðjunni Eyrúnu og var það Innrömmun Viðars sem sá um að ramma allar myndirnar inn. Gaman er að segja frá þvi að Leif Magnús Grétarsson Thisland, barnabarn Óskars á eina mynd á sýningunni sem hann tók á dróna yfir innsiglinguna í Eyjum.
Sýningin verður opin í nokkra daga og eru allir velkomnir.