Ljósin voru tendruð á jólatrénu á Stakkagerðistúni á föstudaginn var. Það var frábært veður og var góð mæting á viðburðinn, fulltrúar bæjarins voru með stuttar ræður og sr Guðmundur Örn var með hugvekju. Það var Lína Langsokkur sem fékk að kveikja á trénu í ár, hún skoppaði út um allt tún og knúsaði karakkana við mikin fögnuð þeirra. Lúðrasveitin lék nokkur jólalög og börn frá Víkinni sungu nokkur lög, og að sjálfsögðu mættu jólaveinarnir á staðinn með góðgæti.
Laugardagur 28. janúar 2023