Föstudaginn 29. nóvember kl. 17:00 verða ljósin kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni.
Lúðrasveitin leikur létt jólalög og börn af Víkinni–5 ára deild syngja.
Helga Jóhanna Harðardóttir formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs og Guðmundur Örn Jónsson
sóknarprestur segja nokkur orð.
Lína Langsokkur verður á staðnum og jólasveinar færa börnum góðgæti.
Ef veður verður óhagstætt verður viðburðinum frestað og mun slík tilkynning birtast á facebook síðu
Vestmannaeyjabæjar og á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.