Live heimaþjálfun UltraForm

Sigurjón Erni þekkjum við flest sem erum eitthvað kunnug hlaupum en hann er einn fremsti hlaupari landsins þegar kemur að Ultra hlaupum. Sigurjón Ernir var ný búinn að henda sér í djúpu laugina og opna sína eigin líkamsræktarstöð sem heitir UltraForm þegar Covid skalla hart á og allar stöðvar skikkaðar að loka. En okkar maður hugsar út fyrir boxið og byrjaði með Live heimaþjálfun UltraForm sem hefur heldur betur slegið í gegn.

Við tókum stöðuna á Sigurjóni.

Hvernig byrjaði þetta allt hjá ykkur?

Við byrjuðum með þessa þjónustu þegar líkamsræktarstöðvarnar lokuðu núna í nóvember. Hér var hugmyndin einfaldlega að færa UltraForm heim í stofu til okkar iðkenda fyrst og fremst en ákváðum að bjóða öllum landsmönnum uppá þessa þjónustu.

Einfaldar æfingar á allra færi þar sem gott er að eiga annaðhvort handlóð, bjöllu eða teygju og svo stól og dýnu/teppi sem allir eiga heima fyrir og þá ertu klár í allar æfingar 

Við streymum beint til þín í gegnum lokaðan facebook hóp þar sem þú getur tekið æfinguna með mér eða tekið hana seinna þegar þér hentar.

Æfingin er: 

– 6-8 mín upphitun 

– 25-40 mín aðalþáttur 

– 4-7 mín styrkur/styrktarsett

– 7-10 mín teygjur í lok hvers tíma.

 

Hvað eru þið með marga í þjálfun?

Í janúar erum við með 98 virka meðlimi í hópnum og stefnum á 

að halda áfram með heimaþjálfun samhliða hópaþjálfun í UltraForm, hlaupahóp og hlaupafjarþjálfun UltraForm

 

Fjarhlaupaþjálfun UltraForm:

Hugmyndin er að setja alla í hlaupaþjálfun í sama hatt og í raun í mína eigin þjálfun/prógram þar sem ég bíð uppá 2-3 mismunandi skalanir/erfiðleikastig fyrir fólk sem er á mismunandi stað.

Ég mun þá setja dagskrá fyrir hverja viku alltaf um helgi með:

– 2x Gæðaæfingu (interval og brekkuspretti). Sömu gæðaæfingar og UltraSkokk er að taka (hlaupahópurinn hjá UltraForm).

– 1-2x Rólega æfingu (þá t.d. með neföndun).

– 1x langa æfingu þar sem fókus er alltaf á að bæta hraða, styrk og úthald + vinna í lengri vegalengdum fyrir komandi keppnissumar (virkar fyrir fjalla- jafnt sem götuhlaup) 

Með þessu fyrirkomulagi eru við öll að vinna í samskonar æfingum (mismunandi álag og vegalengdir sem hægt er að velja um). Þetta tel ég vera mun meiri fjölbreytni + skemmtilegra fyrirkomulag þar sem allir í hópnum taka í grunni sömu æfingar og upplifa sömu tilfinningar í hlaupunum + myndar samfélag í UltraForm fjarhlaupaþjálfun.

Svo getum við öll jafnvel hist um helgar í löngu æfingunum (á vel völdum stöðum) ef fólk vill/kemst og covid ástand leyfir.

Allir í hlaupaþjálfuninni geta svo fengið 50% afslátt í Live heimaþjálfun UltraForm sem eru frábærar styrktaræfingar samhliða hlaupum.

Með þessu erum við að færa hlaupa- og styrktarþjálfun UltraForm til allra landsmanna. Eina sem þú þarft eru skó í hlaupaþjálfunina og ein bjalla og stól í styrktarþjálfunina.

Skráning í hlaupafjarþjálfunina er hafin. Fyrir frekari upplýsingar og skráningu er hægt að fara inn á vefsíðuna ultraform.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search