07.08.2020
Í morgun voru Litla Hvít og Litla Grá fluttar í nýju heimkynni sín í Klettsvík.
Þessi undirbúningur hefur staðið yfir allt frá því mjaldrarnir komu hingað til lands í fyrrasumar og því loksins orðin að veruleika.
Fyrst voru mjaldrarnir fluttir með vörubíl frá hvalalauginni niður á Básaskersbryggju. Þar voru þær systur hífðar um borð í Lóðsinn sem að sigldi með þær út í Klettsvík.
Samkvæmt heimildarmanni Tíguls gekk flutningurinn vel og heilsast systrunum ágætlega.
mynd: Ragnar Ragnarsson Littla Grá & Littla Hvít mynd: Ragnar Ragnarsson Littla Grá & Littla Hvít mynd: Ragnar Ragnarsson Littla Grá & Littla Hvít mynd: Ragnar Ragnarsson Littla Grá & Littla Hvít