Miðvikudagur 6. desember 2023

Litla-Hvít og Litla-Grá flytja í júní

06.05.2020

Mjaldra­syst­urn­ar Litla-Hvít og Litla-Grá munu flytja í ný heim­kynni í júní. Um er að ræða sér­hannað griðarsvæði í Kletts­vík sem er fyrsta sinn­ar teg­und­ar fyr­ir mjaldra í heim­in­um. 

Mjaldr­arn­ir, sem voru sýn­ing­ar­dýr í ell­efu ár, komu til Vest­manna­eyja 19. júní í fyrra og hafa dvalið í sér­stakri umönn­un­ar­laug í Þekk­inga­setri Vest­manna­eyja síðan. Upp­haf­lega stóð til að mjaldr­arn­ir myndu dvelja í laug­inni í nokkr­ar vik­ur en aðlög­un­ar­ferlið hef­ur tekið mun lengri tíma. Nú ligg­ur fyr­ir að syst­urn­ar flytji í júní að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Sea Life Trust, en umönn­un­art­eymi á veg­um góðgerðasam­tak­anna sér um að ann­ast mjaldr­ana. 

„Litla Grá og Litla Hvít hafa náð undra­verðum ár­angri frá því þær komu til okk­ar á síðasta ári. Við get­um sagt með bros á vör að þær eru nú til­bún­ar að flytja í sitt nátt­úru­lega um­hverfi í nýj­um heim­kynn­um,“ er haft eft­ir Au­d­rey Padgett, fram­kvæmda­stjóra Sea Life Trust, í til­kynn­ingu. 

Hval­irn­ir hafa verið und­ir­bún­ir fyr­ir ís­lenskt veður og sjó­lag auk þess þarf að venja þá við gróður og dýra­líf sem bíður þeirra í nýj­um heim­kynn­um. Einnig hef­ur staðið yfir und­ir­bún­ing­ur fyr­ir flutn­ing­inn sjálf­an og þann búnað sem nýtt­ur verður til verks­ins.

Heim­ild­ar­mynd um ferðalagið vænt­an­leg

Padgett seg­ir að þar sem ís­lensk stjórn­völd munu draga úr tak­mörk­un­um vegna COVID-19 far­ald­urs­ins á næstu vik­um sjái teymið ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að gera það sem er Litlu Grá og Litlu Hvít fyr­ir bestu og færa þær í ný heim­kynni sín.

Flutn­ing­ur­inn frá hvala­laug­inni á Heima­ey út í kvína í Kletts­vík, sem nær yfir 32.000 fer­metra svæði sem er allt að tíu metra djúpt, mark­ar end­ann á tríu þúsund kíló­metra ferðalagi hval­anna aft­ur út í sjó. Ferðalag­inu verður gerð ít­ar­leg skil í heim­ild­ar­mynd  sem sýnd verður á bresku sjón­varps­stöðinni ITV seinna á ár­inu þar sem dýra­vin­ur­inn og grín­ist­inn John Bis­hip fer yfir ferðalagið í máli og mynd­um.

Nýju heim­kynni mjaldr­anna eru í Kletts­vík í Vest­manna­eyj­um. Ljós­mynd/​Sea Life Trust

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is