Þegar blaðamaður Tíguls mætti til Guðnýjar og Eiðs Arons á Stapaveginn tók á móti honum lítill ofurkrúttlegur enskur cocker spaniel þrífættur hvolpur
Rökkvi er bara fjögurra mánaða og varð fyrir því óláni að slasa sig illa á annari framlöppinni, það illa að hún margbrotnaði. Ekki var hægt að setja fótinn saman á nokkurn hátt, en bein í svona ungum hvolpi eru svo lin að í raun urðu þau að graut í fætinum.
Þá var bara tvennt í stöðunni
Annað var að láta svæfa hann sem kom aldrei til greina hjá þeim. Hinn valmöguleikinn var að láta taka löppina af sem var gert.
Þau voru svo heppin að lenda á dýraskurðlækni sem átti sjálf þrífættan hund og útskýrði hún ferlið vel fyrir þeim og hughreysti þau. Rökkvi var ofur-fljótur að jafna sig, strax sama dag og aðgerðin var gerð var hann farinn að standa upp og daginn eftir farinn að hlaupa um eins og ekkert væri eðlilegra.