Bjartey Ósk og Eyþór Addi Sæþórsbörn eru listræn systkini
Þau eiga ekki langt að sækja hæfileikana en þau eru börn Bjarteyjar Gylfadóttur, myndmenntakennara og listamanns og Sæþórs Gunnarssonar bílamálara.
Fyrir þessi jól tóku systkinin bæði þátt í myndasamkeppni
Dómnefnd á vegum Lionsklúbbs Vestmannaeyja valdi mynd Bjarteyjar Óskar sem er í 7. bekk GRV sem framlag skólans í keppni sem 16 aðrir grunnskólar á landinu tóku þátt í. Mynd Bjarteyjar Óskar varð þar svo fyrir valinu sem framlag Íslands í alþjóðlegu friðarveggspjaldakeppni Lions en þemað í keppninni 2021– 2022 er, Við erum öll tengd.
Vænta má úrslita í keppninni eftir áramót
Mynd sem Eyþór Addi teiknaði er ein af þremur myndum nemenda í fyrsta bekk sem prýða munu jólakort Vestmannaeyjabæjar þetta árið.