Fimmtudagur 28. september 2023

Listasýningin Konur í sjávarsamfélagi haldin samhliða Matey 2023

Dagana 20.september 2023 – 24.september 2023 verður haldin áhugaverð listasýning í Eldheimum í Vestmannaeyjum í tilefni Sjávarréttahátíðarinnar Matey 2023.  

14 listamenn sýna verk sem vekja athygli á fjölþættum störfum, hlutverkum og verkefnum kvenna í sjávarsamfélögum.  Listasýningin verður opnuð formlega á opnunarhátíð Matey 20.september 2023, kl: 17:00 í Eldheimum og allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Í tilefni af Matey – sjávarréttarhátíð árið 2022 var haldin sýning í Einarsstofu á verkum í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sýndu konur í sjávarútvegi.  Því miður fundust aðeins 3 verk í eigu listasafns Vestmannaeyjabæjar  sem sýna konur við störf í sjávarútvegi.

Þó verk í eigu Vestmannaeyjabæjar, sem tengjast konum og sjávarútvegi, séu sorglega fá þá er ekki þar með sagt að slík verk séu ekki til í landinu, bara ekki í Vestmannaeyjum, nema þá auðvitað í einkaeigu inni á heimilum, og svo er auðvitað bara hægt að mála slík verk.

Því var ákveðið að blása til sýningar á Matey – sjávarréttahátíð árið 2023 og þar sem félögum í Lista-og menningarfélaginu í Vestmannaeyjum  yrði boðið að taka þátt í sýningu sem ber yfirskriftina „Konur í sjávarsamfélagi.“  Á sýningunni í ár eru 12 listamenn sem sýna einstök verk eða seríu tengdu þemanu alls um 23 verk.  Gíslína Dögg Bjarkadóttir listakona í Vestmannaeyjum er sýningarstjóri.

Líklega hefur konum í sjávarsamfélögum ekki verið gefin nægur gaumur þegar kemur að túlkun og framsetningu listamanna í gegnum tíðina og ljóst að áherslan hefur fremur verið á störf karla hjá listafólki.   Það er staðreynd að það er ekki bara nóg að veiða fiskinn, heldur þarf líka að hantera hann í framhaldinu á þann hátt að hægt sé að bera hann á borð fyrir fólk.  

Sýningunni í Eldheimum er ætlað að heiðra og vekja athygli á fjölþættum störfum, hlutverkum og verkefnum kvenna í sjávarsamfélögum.  Konur í sjávarsamfélögum sáu og sjá auðvitað einnig um öll hin fjölmörgu „ósýnilegu“ störf í landi sem nauðsynleg eru svo samfélagið sem heild geti þrifist.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is