20.09.2020
Landinn mætti á svæðið í sumar
Sjónvarpsþátturinn “Landinn” kom á eyjuna í sumar og fylgdist með Bjarna mynda elstu íbúa eyjunnar á Hraunbúðum.
Þátturinn verður sýndur í kvöld kl 19:45 á Rúv
Við hvetjum ykkur auðvitað til að horfa og fræðast um verkefnið enn frekar.
Ennþá er svo möguleiki að taka þátt, síðustu tökur verða fimmtudaginn 24.september til og með sunnudags 27.september
Eftir það munum við loka verkefninu endanlega.