Dagana 16 til 18 mars tekur Lista og menningarfélag Vestmannaeyja þátt í Smiðjudögum hjá Grunnskóla Vestmannaeyja.
Fyrstu 2 námskeiðin eru í gangi í dag Mósaík og dúkrista.
Kennarar eru í dúkristunni eru Arnór Hermannsson og Gíslína Bjarkadóttir og í mósaík eru það Helga Jónsdóttir og Jónína Björk Hjörleifsdóttir.
Frábært verkefni og mikil gleði og áhugi hjá krökkunum, við erum heppin að hafa alla þessa frábæru listamenn við höndna til að kenna þeim.