Síðasti fundur í Lionsklúbbi Vestmannaeyja á starfsárinu var haldinn 5. maí síðastliðin og var grillað lambalæri á borðum sem grillmeistari klúbbsins Arnar Andersen sá um með nokkrum félögum sínum.
Á fundinum var fagnað lokasmíði á útsýnispallinum í Stórhöfða sem er velheppnuð framkvæmd fyrir Vestmannaeyjabæ.
Á fundinn mætti Bragi Magnússon frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja til að taka á móti gjafabréfi að upphæð 500.000 kr sem Gunnar Andersen formaður Lions afhenti honum til styrktar frábæru starfi Björgunarfélagsins í Vestmannaeyjum.