Miðvikudagur 17. júlí 2024

LÍKN gefur sjónvörp við hvert rúmstæði og á seturstofur á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum

Kvenfélagið LÍKN afhendir ný sjónvörp við hvert rúmstæði og á seturstofur á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum, sjónvörpin eru með nýju hótelkerfi sem auðveldar afþreyingar
möguleika þeirra sem þar liggja inni.

Gyða Arnórsdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri, veitti þeim viðtöku fyrir hönd sjúkradeildarinnar. Sjónvörpin eru 20 talsins og búið er að setja þau öll upp, fólk er almennt mjög ánægt með sjónvörpin, en þau eru einföld í notkun, matseðillinn er aðgengilegur í þeim og má þar einnig finna fleiri afþreyingar möguleika.

Gæði sjónvarpanna eru mjög góð, þau tengjast við netið svo fólk getur lesið texta af stærri skjá, myndin er skýrari en áður var og fjarstýringarnar eru mjög einfaldar. Einnig eru gefin 8 þráðlaus heyrnartól inn á fjölbýlin, heyrnartólin tengjast þráðlaust við sjónvörpin, en einnig er hægt að hlusta á útvarpið í þeim eða tengja við síma.

Virði gjafarinnar er 3.450.567 kr. og eru LÍKN-ar konur afar stoltar af gjöfinni, sem mun bæta verulega aðstöðu og afþreyingar möguleika fólks á sjúkradeildinni og aðstandenda þeirra.

Að lokum viljum við minna á merkjasölu LÍKN, sem fram fer fimmtudaginn 23. maí og jafnframt þakka Eyjamönnum fyrir þátttöku í fjáröflunum félagsins.

Þegar þú styður við Kvenfélagið LÍKN þá getum við gert enn betur í að styðja við samfélagið okkar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search