03.01.2020
Alls sóttu fimm konur um embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum, en umsóknarfrestur rann út um áramótin. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá 1. mars 2020 til fimm ára.
Samkvæmt upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu eru umsækjendurnir þessir:
Sæunn Magnúsdóttir – staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum
Aníta Óðinsdóttir – Lögmaður
Arndís Soffía Sigurðardóttir – staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi
Guðbjörg Anna Bergsdóttir – Lögmaður
Ragnheiður Jónsdóttir – Lögmaður
Halldór B Halldórsson á forsíðumyndina