Miðvikudagur 6. desember 2023
Barnaskólinn - Tígull

Lík­lega verður gripið til svipaðrar nálg­un­ar í skóla­mál­um og var í vor

05.08.2020 kl 10:09

Grunn-, fram­halds- og há­skól­ar hefjast marg­ir hverj­ir eft­ir um hálf­an mánuð og seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir að hann muni ekki mæl­ast til þess að skól­arn­ir loki vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar, það hafi hann aldrei gert og muni ekki gera.

„Við gef­um lín­urn­ar fyr­ir skól­ana, svo er það þeirra að ákveða þetta,“ seg­ir Þórólf­ur í sam­tali við mbl.is.

„Ég veit að þeir eru komn­ir með ein­hverj­ar leiðbein­ing­ar til þess að vera inn­an þess­ara leiðbein­inga og marka sem við höf­um gefið upp. Ég vona sann­ar­lega að fólk vandi til verka við að fylgja okk­ar leiðbein­ing­um og vel tak­ist til.“

Skól­arn­ir verði að vinna inn­an mark­anna

Þegar far­ald­ur­inn stóð sem hæst í vor lokuðu bygg­ing­ar há­skól­anna og var skóla­ganga bæði grunn- og fram­halds­skóla tak­mörkuð. Fjar­kennsla var þá tek­in upp víða.

 „Við höf­um ekki gefið það út að skól­ar þurfi að loka. Við erum með ákveðnar fjölda­tak­mark­an­ir og skól­arn­ir verða að treysta sér til að vinna inn­an þeirra marka,“ seg­ir Þórólf­ur en eins og leik­ar standa mega ekki fleiri en 100 koma sam­an og þarf fólk að geta haldið tveggja metra fjar­lægð, ell­egar skal setja upp grím­ur.

„Ef þeir geta ekki tak­markað fjöld­ann sem kem­ur sam­an við 100 og haldið tveggja metra fjar­lægð á milli fólks þá þurfa skól­arn­ir að leita annarra leiða. Við erum ekki að segja fólki fyr­ir verk­um ná­kvæm­lega en við aðstoðum mjög marga með út­færsl­una á þessu því marg­ir eiga í svo­litl­um vand­ræðum með það.“

Á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna sagði Þórólf­ur að lík­lega yrði gripið til svipaðrar nálg­un­ar í skóla­mál­um og var í vor. Þá benti hann á að enn benti allt til þess að börn væru miklu minna smit­andi en full­orðnir.

Sam­ráðsfund­ir með mennta­mála­yf­ir­völd­um eru á dag­skrá í þess­ari viku.

Frétt er frá mbl.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is