Líkamanum fylgja engar leiðbeiningar

22.10.2020

Flott viðtal við Hildi Sólveigu Sigurðardóttur inná frettabladid.is  

Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari heldur utan um verkefnið Leiðarvísir líkamans, en þar er að finna fjölbreytta fræðslu um góða líkamsstöðu, líkamsbeitingu og vinnustellingar.

Lítið vitað um líkamann

Hildur segir hugmyndina að Leiðarvísi líkamans hafa kviknað í námi. „Hugmyndin fæddist þegar ég áttaði mig á í náminu hversu lítið ég vissi um líkamann, en þróaðist áfram þegar ég fór að sinna einstaklingum sem hefðu oftar en ekki að einhverju leyti getað komið í veg fyrir sín vandamál með meiri grunnþekkingu á líkamanum, líkamsstöðu og líkamsbeitingu.“

Sagan að baki heiti verkefnisins er áhugaverð. „Ég gaf verkefninu nafnið Leiðarvísir líkamans því við fjárfestum á lífsleiðinni í fjölmörgum útskiptanlegum raftækjum, sem fylgja oftar en ekki þykkar leiðbeiningar um við hvaða aðstæður er best að nota græjuna, hvernig er hægt að auka líftíma hennar og hvað beri að gera ef algeng vandamál koma upp. Svo fæðumst við í þessu verkfræðiundri sem mannslíkaminn er, en honum fylgja engar notkunarleiðbeiningar. Samt er fjölmargt sem við getum gert til að tryggja betri endingartíma hans, til að koma í veg fyrir að við þurfum á varahlutum að halda og ýmislegt sem við getum gert án lyfja eða aðgerða þegar algeng vandamál koma upp,“ útskýrir Hildur.

Styrkurinn mikilvæg hvatning

„Í vor fékk verkefnið úthlutun úr Lýðheilsusjóði Embættis landlæknis sem var mikilvæg hvatning til að halda áfram á þessari braut. Ég þróaði áfram námsefnið og spurningalista til að fá betri yfirsýn yfir þekkingu nemenda á líkamsstöðu og líkamsbeitingu. Ég hef fengið jákvæð viðbrögð úr skólaumhverfinu og er komin með marga áhugasama grunnskóla á verkefnalistann og hafa heilsueflandi grunnskólar forgang eins og er. Ég finn fyrir miklum áhuga nemenda og þakklæti og hvatningu frá kennurum sem ég er þakklát fyrir. Ég hef verið að skipuleggja skólaheimsóknir næstu mánaða en áhrif COVID hafa vissulega sett strik í reikninginn. Ég bíð því mjög spennt að komast aftur í að breiða út fagnaðarerindið.“

Þá sé brýnt að huga að heilsunni um þessar mundir. „Það er fjölmargt sem við getum gert til að bæta líkamlega og andlega heilsu sem kostar lítið og það hefur sjaldan verið mikilvægara að stunda einhvers konar heilsueflingu.“ Hér fyrir neðan eru nokkrar heilsubætandi hugmyndir frá Hildi.

– 30 mínútna ganga í náttúrunni

– Huga að vinnuaðstöðunni. Fyrir þá sem vinna skrifstofustörf skiptir skrifborðsstóll, skrifborð og staðsetning skjás miklu máli

– Brosa. Það veldur losun boðefna í heilanum sem hafa jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Gervibros gefa sömu áhrif og einlæg bros þó ekki í sama mæli. Það er góð heilsurækt að æfa bros.

– Gera góðverk og taktu þátt í sjálfboðastörfum eða félagsstarfi

– Huga að góðu mataræði og reglulegum nætursvefni

– Takmarka notkun ávanabindandi efna (áfengis og tóbaks)

– Ekki hika við að leita þér aðstoðar sjúkraþjálfara ef þú glímir við stoðkerfisverki

Lesa má allt viðtalið inn á frettabladid.is með að smella á hér.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is