Lífið þessa dagana hjá sea life trust

Vignir Skæringsson er einn af hvalaþjálfarateyminu. Hann er fæddur 1975. Honum eins og öðrum gengur mjög vel að læra inn á þær mjaldrasystur

Hvað borða þær og hvaðan kemur fæðan?

Þær eru að borða um 20kg á dag. Fæðan þeirra er síld og loðna en síldin kemur frá Íslandi og Noregi en loðnan frá Kanada.

Hvenær er áætlað að þær fari aftur út í kví?

Planið er að flytja mjaldrasysturnar með vorinu en ekki er komin dagsetning á það ennþá.

Hvað starfa margir hjá Sea Life? 

12 manns.

 

Einnig heyrðum við í Audrey Padgett sem er framkvæmdarstjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum

Í upphafi var það gefið út að það ætti að þjálfa heimafólk í að sjá um þær mjaldrasystur. Hvað eru margir eyjamenn að vinna núna í dag hjá ykkur? 

Það er frekar erfitt að svara þessu en við erum með 4 íslenska starfsmenn og þar af 3 sem eru frá Eyjum. Við erum með nokkra erlenda strarfsmenn sem bjuggu á Íslandi áður en við réðum þau. Þar sem fáir á Íslandi hafa  reynslu að vinna með sjávarspendýrum höfum við nýtt okkur sérfræðinga utan Íslands eins og sýningarstjórann okkar Jessicu til þess að þjálfa íslenska starfsfólkið okkar. Með tímanum munum við hafa fleira starfsfólk frá Eyjum.

Hvað voru margir ráðnir frá gamla safninu?

Þrír starfsmenn störfuðu í  Sæheimum sem starfa nú í dag hjá Sea Life Trust.

Er enn mikið um að olíu- eða grútblautir fuglar sem koma til ykkar í þrif? 

Í augnablikinu getum við ekki tekið á móti fleirum olíublautum fuglum. Við erum nú þegar með 29 sem eru hjá okkur (Lundapysjur og Lunda) í umönnun, ekki er pláss fyrir fleiri.

Þetta þarfnast sérstakrar aðstöðu sem við höfum ekki í dag en stefnum þangað í framtíðinni.

Er það ekki mikið ferli að þrífa þá? 

Jú þetta er erfitt ferli. Bæði það að þvo þá, nota þarf sérstaka sápu, passa upp á hitastigið og einnig þarf sérstaka aðstöðu til að leyfa þeim að jafna sig áður en þeim er sleppt.

Aðstaðan til olíuhreinsunar skiptist vanalega í þrjú svæði; skítuga svæðið þar sem tekið er á móti fuglunum, hreinsunarsvæði þar sem þeir eru hreinsaðir og svo útisvæði þar sem þeir jafna sig. Þegar fuglarnir  hafa fengið olíu ofan í sig þurfa þeir að vera á mjög hreinu svæði. Þetta getur einnig eyðilagt ofnæmiskerfið þeirra og mengað aðra hrausta fugla sem getur valdið því að þeir missi vatnsheldnina.

Við vonumst til að fá leyfi frá umhverfisráðuneytinu til þess að styðja við þetta verkefni í framtíðinni.  En eins og staðan er núna fer þetta fjármagn til Húsdýragarðsins sem viðbragðstöð fyrir olíumengaða fugla.

Eru fuglar í umönnun hjá ykkur sem hafa verið í hreinsun og á eftir að sleppa? 

Já! Við erum að fara að sleppa 29 lundum í vor þegar lundarnir flytja til baka á Eyjuna. Þessu má þakka duglega starfsfólkinu okkar sem lögðu sig öll fram ásamt nokkrum sjálfboðaliðum yfir veturinn.

Hvernig er opnunartíminn hjá ykkur núna? 

Enn er vetrarlokun hjá okkur en erum að vinna í að opna fljótlega fyrir íbúa og munum bjóða skólahópum að kíkja á okkur að kostnaðarlausu seinna í þessum mánuði.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search