Við einfaldlega elskum hetjur hafsins og hvað þá okkar eyjapeyja sem stunda sjóinn.
Það er löngu kominn tími til að gera þeim betur skil, og lofa okkur land-kröbbum aðeins að sjá betur hvað þeir eru að glíma við allan sólahringinn um borð. Það er ekki fyrir hvern sem er að byrja vinnu daginn sinn kl 02:00 fara út í myrkrið oft í roki og rigningu í sjógallanum og þetta er ekkert einhver skrifborðs-vinna framundan ó nei.
Við erum nú þegar komnar með nokkra góða tengiliði um borð í bátunum okkar, en hellingur eftir svo við biðlum til ykkar kæru hetjur hafsins að senda á okkur annað hvort á tigull@tigull.is myndir og fréttir frá ykkur eða í gengum facebook síðuna okkar.
Hérna eru nokkrar stórkostlegar myndir frá honum Geira ( Hólmgeir Austfjörð ) af Ottó N Þorláksson