Lífeyrissjóður Vestmannaeyja braut lög | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Halldór ben

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja braut lög

20.05.2020

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabanka Íslands hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að að Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja hafi brotið gegn ákvæðum laga með því að hafa ekki til­kynnt fjár­mála­eft­ir­lit­inu strax og líf­eyr­is­sjóðnum varð ljóst að eign­ir sem ekki eru skráðar á skipu­leg­um verðbréfa­markaði hafi farið yfir lög­bundið há­mark, að því er seg­ir í niður­stöðu stofn­un­ar­inn­ar.

Þar seg­ir að fjár­mála­eft­ir­litið hafi beðið um upp­lýs­ing­ar um eign­ir Líf­eyr­is­sjóðs Vest­manna­eyja og bár­ust þær eft­ir­lit­inu 30. mars. Kom þar fram að eign­ir líf­eyr­is­sjóðsins sem ekki eru skráðar á skipu­leg­um verðbréfa­markaði hefðu 23. mars 2020 farið yfir lög­bundið há­mark fjár­fest­ing­ar­heim­ilda laga um skyldu­trygg­ingu, líf­eyr­is­rétt­inda og starf­semi líf­eyr­is­sjóða.

Bent er á að lög gera ráð fyr­ir að líf­eyr­is­sjóður skuli til­kynna fjár­mála­eft­ir­lit­inu án taf­ar um að fjár­fest­ing líf­eyr­is­sjóðs hafi farið fram úr leyfi­leg­um mörk­um sam­kvæmt lög­un­um og skal þegar gera ráðstaf­an­ir til úr­bóta. Að því loknu hef­ur líf­eyr­is­sjóður þrjá mánuði til þess að tryggja að eign­ir séu inn­an marka.

„Fjár­mála­eft­ir­litið komst að þeirri niður­stöðu að Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja hafi brotið gegn 37. gr. laga nr. 129/​1997 með því að hafa ekki til­kynnt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu strax og líf­eyr­is­sjóðnum varð ljóst að eign­ir hafi farið yfir lög­bundið há­mark fjár­fest­ing­ar­heim­ilda sbr. 3. mgr. 36. gr. b. laga nr. 129/​1997. Líf­eyr­is­sjóður­inn greip til ráðstaf­ana og var kom­inn inn­an heim­ilda 31. mars 2020.“

Mbl.is greindi frá þessu.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
FÍV er frábær skóli og ég hefði hvergi annarstaðar viljað vera
Til hamingju kæru nýstúdentar FÍV
Útskriftir frá FÍV eru í dag og verður sýnd beint frá facebooksíðu skólans
Hægagangur hjá ísfisktogurunum – Bergey VE og Vestmannaey VE
Kiwanisfélagar kíkja við á hjóladegi GRV og gefa hjálma – Myndband
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur fengið heimild Vinnumálastofnunar til að ráða námsmenn í fjögur sumarstörf

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X