Þriðjudagur 16. apríl 2024
sælgætispökkun Kiwanis

Líf og fjör í sælgætispökkun Kiwanis

Það var líf og fjör í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi en þá fór verkstæði Jólasveinsins í gang og verkefni dagsins var að pakka jólasælgætinu okkar, en sala þess er ein af aðalfjáröflunum klúbbsins. Mæting í verkið var hreint út sagt frábær og kom mikið af börnum til að rétta okkur hjálparhönd. Þegar svo margar hendur vinna saman þá tekur þetta ekki langan tíma og að sjálfsögðu hefur skipulagið mikið að segja enda menn eru orðnir vel sjóaðir í þessu verkefni. Helgafellsfélagar munu síðan ganga í hús um helgina og næstu viku til að selja og mun askjan hjá okkur kosta 2.000- krónur sem er gjöf en ekki gjald. Bæjarbúar hafa ávallt tekið vel á móti okkur og veitt Kiwanis góðan stuðning þegar við erum með verkefni í gangi í þágu samfélagsins og barna heimsins og þökkum við sérstaklega fyrir það segir Tómas Sveinsson, umdæmisstjóri.

Takið vel á móti Kiwanisfélögum um helgina.

Tómas deildi með okkur myndbandi og myndum frá pökkuninni í gærkvöldi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search