Líf og fjör á eyjunni í blíðunni í dag – myndir

30.05.2020

Við fórum á rúntinn um eyjuna og kíktum á lífið

Það er hreinsunardagur í dag og var fólk að taka til um allan bæ.

Stelpurnar í ÍBV tóku á móti Augnablik á Hásteinsvelli reyndar töpuðu þær 2-6 en þetta var bara æfing og þær læra af þessu.

Bödda-bita mótið var í fullum gangi á Golfvellinum, þar taka rúmlega 100 manns þátt í veður blíðunni.

Við rákumst á unga gæs sem er að fara að gifta sig í sumar og einnig tilvonandi eiginmann hennar sem var að spóka sig fyrir utan Tangann með ungana þeirra á meðan gæsin skemmtir sér í dag.

Ribsafari er í fullu fjöri enda alltaf líf og fjör í þeim ferðum.

Svo kíktum við á Sprönguna þar var straumur af fólki að reyna við smá sveiflu.

Neðsta myndin er svo af litlu pæjunu okkar sem fóru í borgina á mótt sem Þróttur er að halda um helgina, strákarnir fara svo á morgun og taka sína leiki.

Gaman að segja svo frá því að samfélagsmiðlastjarnan Gæi Iceredneck er staddur í Vestmannaeyjum að taka upp raunveruleikaþátt og snappar einnig frá því.

Gaman að sjá hvernig hann er að upplifa lífið á eyjunni okkar við mælum með að bæta honum við í snapp-vinahópinn.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is