30.05.2020
Við fórum á rúntinn um eyjuna og kíktum á lífið
Það er hreinsunardagur í dag og var fólk að taka til um allan bæ.
Stelpurnar í ÍBV tóku á móti Augnablik á Hásteinsvelli reyndar töpuðu þær 2-6 en þetta var bara æfing og þær læra af þessu.
Bödda-bita mótið var í fullum gangi á Golfvellinum, þar taka rúmlega 100 manns þátt í veður blíðunni.
Við rákumst á unga gæs sem er að fara að gifta sig í sumar og einnig tilvonandi eiginmann hennar sem var að spóka sig fyrir utan Tangann með ungana þeirra á meðan gæsin skemmtir sér í dag.
Ribsafari er í fullu fjöri enda alltaf líf og fjör í þeim ferðum.
Svo kíktum við á Sprönguna þar var straumur af fólki að reyna við smá sveiflu.
Neðsta myndin er svo af litlu pæjunu okkar sem fóru í borgina á mótt sem Þróttur er að halda um helgina, strákarnir fara svo á morgun og taka sína leiki.
Gaman að segja svo frá því að samfélagsmiðlastjarnan Gæi Iceredneck er staddur í Vestmannaeyjum að taka upp raunveruleikaþátt og snappar einnig frá því.
Gaman að sjá hvernig hann er að upplifa lífið á eyjunni okkar við mælum með að bæta honum við í snapp-vinahópinn.
Erik og Cristian flottir vinir á fótboltaleik Flottur hópur úr borginni mættur á Bödda-bita mótið Gæsin Anna Ester Óttarsdóttir er mjög ríka af flottum vinkonum eins og sést á þessari mynd. Tilvonandi eiginmaðurinn – Grétar Þór Eyþórsson hann var steggjaður síðustu helgi og dugaði ekki minna enn 3 dagar í þá veislu. Yndislegar litlar pæjur á sínu fyrsta móti í sumar já og nokkrar á sínu allra fyrsta móti. En þær voru að spila í dag á móti í Reykjavík – Þróttaramóti.