Líf og fjör var á Bókasafninu í dag þegar lokahóf fór fram.
Börnin hafa verið dugleg við lesturinn í sumar og hvorki meira né minna en 190 bækur lesnar en 68 börn voru skráð í sumarlesturinn. Þemað í ár var dýraþema og fannst börnunum spennandi að hitta hin ýmsu dýr sem voru hluti af skemmtilegum leik. Dregið var úr happadrætti og börnin leystu út óvæntan glaðning á leiðinni út. Frábært framtak hjá Bókasafni Vestmannaeyja, sem eiga hrós skilið.
Fimmtudagur 1. júní 2023