Leturstofan tekur þátt í safnahelginni – myndband og nánar hvað er sýnt hvar – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Eyjar_1940

Leturstofan tekur þátt í safnahelginni – myndband og nánar hvað er sýnt hvar

13.11.2020

Starfsfólk Safnahúss hefur hefur haft nóg að gera við undirbúning ljósmyndasýninga í gluggum verslana í miðbænum. En sjónvörpum hefur verið komið fyrir í gluggunum þar sem sýndar verða gamlar og skemmtilega ljósmyndir.

En ljósmyndirnar eru í eigu Ljósmynda- og Kvikmyndasafns Vestmannaeyjabæjar.

Hörður, Viktor og Kári að setja upp sýninguna hjá Smart.

 

 

Við hvetjum fólk til að skella sér í göngutúr og kíkja á þessa gullmola sem verið er að sýna.

 

Hér má sjá hvaða fyrirtæki eru með sýningarnar og hvað er verið að sýna á hverjum stað:

Skvísubúðin: sýndar myndir af Rauðagerði frá 1980-1990.

Geisli:  sýndar myndir frá Kirkjugerði, Sóla og Víkinni og sýna börnin okkar frá haustdögum 2020.

Smart:  sýndar myndir úr hinu mikla safni Sigureirs Jónassonar frá 1960-2000.

Leturstofan:  sýndar myndir af Eyjunni og bænum okkar frá 1990-2000. (Úr safni Eyjafrétta)

Póley:  sýndar myndir þar sem áherslan er á útgerð og sjómennsku frá 1990-2000. (Úr safni Eyjafrétta)

Penninn:  sýndar myndir  og áherslan er bæjarbragurinn frá 1990-2010. (Úr safni Eyjafrétta)

Brothers Brewery:  sýndar myndir úr safni Magnúsar Sveinssonar á Kletti frá 1990-2000.

Baldurshagi, Geisli og Tölvun: lifandi myndir, allt er það sýnishorn úr myndum sem átthagafélagið Heimaklettur stóð fyrir að láta taka upp á árunum 1950-1970. Auk þess eru myndbrot úr eldri kvikmyndum, frá fyrri hluta síðustu aldar. Voru það einkum Sveinn Ársælsson og Friðrik Jesson sem stóðu bak við kvikmyndavélina hverju sinni.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer
26 styrkumsóknir bárust fyrir Viltu hafa áhrif 2021
Ör hugvekja á síðasta sunnudegi kirkjuársins
Ási í Bæ – myndband frá SIGVA media frá 2014

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X