Leturstofan tekur þátt í safnahelginni – myndband og nánar hvað er sýnt hvar

13.11.2020

Starfsfólk Safnahúss hefur hefur haft nóg að gera við undirbúning ljósmyndasýninga í gluggum verslana í miðbænum. En sjónvörpum hefur verið komið fyrir í gluggunum þar sem sýndar verða gamlar og skemmtilega ljósmyndir.

En ljósmyndirnar eru í eigu Ljósmynda- og Kvikmyndasafns Vestmannaeyjabæjar.

Hörður, Viktor og Kári að setja upp sýninguna hjá Smart.

 

 

Við hvetjum fólk til að skella sér í göngutúr og kíkja á þessa gullmola sem verið er að sýna.

 

Hér má sjá hvaða fyrirtæki eru með sýningarnar og hvað er verið að sýna á hverjum stað:

Skvísubúðin: sýndar myndir af Rauðagerði frá 1980-1990.

Geisli:  sýndar myndir frá Kirkjugerði, Sóla og Víkinni og sýna börnin okkar frá haustdögum 2020.

Smart:  sýndar myndir úr hinu mikla safni Sigureirs Jónassonar frá 1960-2000.

Leturstofan:  sýndar myndir af Eyjunni og bænum okkar frá 1990-2000. (Úr safni Eyjafrétta)

Póley:  sýndar myndir þar sem áherslan er á útgerð og sjómennsku frá 1990-2000. (Úr safni Eyjafrétta)

Penninn:  sýndar myndir  og áherslan er bæjarbragurinn frá 1990-2010. (Úr safni Eyjafrétta)

Brothers Brewery:  sýndar myndir úr safni Magnúsar Sveinssonar á Kletti frá 1990-2000.

Baldurshagi, Geisli og Tölvun: lifandi myndir, allt er það sýnishorn úr myndum sem átthagafélagið Heimaklettur stóð fyrir að láta taka upp á árunum 1950-1970. Auk þess eru myndbrot úr eldri kvikmyndum, frá fyrri hluta síðustu aldar. Voru það einkum Sveinn Ársælsson og Friðrik Jesson sem stóðu bak við kvikmyndavélina hverju sinni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search