Miðvikudagur 28. febrúar 2024

Leturstofan stækkar

Frá því að Leturstofan tók til starfa hefur hún farið ört vaxandi en það voru þær Lind Hrafnsdóttir og Katrín Laufey Rúnarsdóttir sem stofnuðu fyrirtækið í febrúar 2019.  

Leturstofan bíður upp á alhliða grafíska hönnun og umbrot, sem og auglýsingasölu fyrir hin ýmsu tímarit. Fyrirtækið er með ört stækkandi kúnnahóp hvort sem er af fastalandinu eða hér í Eyjum. Nýverið flutti félagið í ný og glæsileg húsakynni að Vestmannabraut 38. Núna um áramótin bættist svo í hópinn þegar Sæþór Vídó gekk til liðs við þær stöllur en hann hefur starfað í ein 20 ár við grafíska hönnun og umbrot og kemur því með gríðarlega reynslu inn í hópinn.

„Ég starfaði sjálfstætt á síðasta ári við hin ýmsu grafísku verkefni. Til að mynda braut ég um og var í ritstjórn 120 ára afmælisbókar Ísfélagsins sem dreift var í hvert hús í Eyjum í desember síðastliðnum,“ sagði Sæþór í spjalli við Tígul. „Ég leigði aðstöðu hjá Leturstofunni í húsnæði þeirra við Strandveginn á síðasta ári og í spjalli þar innandyra töluðum við mikið um hvað það myndi auðvelda okkur öllum lífið ef við myndum bara sameinast undir einn hatt. Þannig erum við ekki eins bundin varðandi t.d. sumarfrí og annað og getum sinnt okkar kúnnum mikið betur allt árið um kring. Þegar þær fjárfestu svo í nýju húsnæði ákváðum við slá til.“

Aðspurður sagði Sæþór stórar hugmyndir vera uppi hjá Leturstofunni með framtíðina. „Það eru ýmis tækifæri sem leynast í þessari sameiningu sem gerir okkur til dæmis kleift að takast á við mikið stærri verkefni og hafa ýmsar hugmyndir fæðst frá því að samstarfið hófst. Það er því ekkert verkefni of stórt eða of smátt að við getum ekki leyst það svo sómi sé að,“ sagði Sæþór. „Hvort sem það er firmamerki, bæklingar, auglýsingar eða heimasíður. Endilega bara að kíkja á okkur eða hafa samband á leturstofan@leturstofan.is og sjáum hvort við getum ekki aðstoðað þig með þitt verkefni eða við að gera þitt fyrirtæki sýnilegra.“

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search