Leturstofan og Tígull 5 ára í febrúar

Tígull vikunnar markar ákveðin tímamót hjá Leturstofunni en þriðjudaginn 20, febrúar, voru fimm ár frá því að Tígull kom fyrst út. Blöðin eru orðin vel á þriðja hundrað og halda áfram að þróast og dafna. Það sama á við um Leturstofuna sem sífellt tekur á sig ný verkefni. 

Í ár tókum við upp á því að dreifa sjálf Tígli undir merkjum Eyjadreifingar og dreifum við í leiðinni ýmsum fjölpósti á öll heimili í Vestmannaeyjum. Með þeirri þjónustu fjölgaði heldur betur á launaskrá hjá Leturstofunni og eru launþegar nú orðnir 16 talsins.

Leturstofan annast umbrot og auglýsingasölu í ýmis tímarit og blöð víðsvegar um landið. Þessa dagana vorum við t.a.m. að leggja lokahönd á afsláttarbók Landsambands eldri borgara. Þá setjum við upp og seljum auglýsingar í Sjómannablaðið Víking, Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja, Mótsblöð ÍBV og margt fleiri. Mörgum af þessum blöðum ritstýrum við einnig og er því svo komið að okkur vantar góða penna til liðs við okkur. Þannig að ef þú hefur gaman af skrifum eða vilt prufa að spreyta þig á blaðamennsku endilega vertu í sambandi við okkur. 

Á þessum tímamótum er okkur efst í huga þakklæti fyrir þær móttökur sem viðskiptavinir okkar og þið lesendur góðir hafið sýnt okkur. Þessar móttökur eru okkur hvatning til að halda áfram og bæta enn meira í. Takk fyrir okkur!

 

Grein eftir Guðrúnu Erlingsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 2019

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search