Sigurður VE fjölveiðiskip Ísfélagsins var nýlega farinn frá Vestmannaeyjum þegar viðvörunarljós fóru í gang kjölfarið var snúið við til Eyja.
Samkvæmt lögreglu á staðnum voru engin meiðsl á mönnun en ljóst er að leki var í dælurými og var verið að dæla úr skipinu þegar Tígull kom á staðinn.
Ekki náði Tígull á Eyþór Harðarson hjá Ísfélaginu en í samtali við Eyjafréttir sagði Eyþór: við fyrstu athugun virðist búnaður hafa sloppið við skemmdir og leit stendur yfir af orsökum.
Töluverður viðbúnaður var á bryggjunni, slökkvilið, sjúkrabílar og lögregla.